Heimaverkefnin

Lykiláhersla í þessu verkefni er að kynna til leiks hugmyndir að heimaverkefnum sem einfalt er að meta og styðja við það hreyfinám sem unnið er að í skólanum.

Fyrst nefni ég Kasta í vegg verkefnið sem er hægt að gera áhugavert fyrir börnin með því að benda á möguleikana á því að fylgjast með bætingum (telja hve oft í röð, hve mörg á tíma), – það er hvetjandi. Þetta er einskonar kasta-grípa útgáfa af fótboltaverkefninu “halda bolta á lofti”. Hér er .pdf útgáfa af skjalinu hér að neðan.

Hér er stutt innlegg um verkefnið frá youtube

DÆMI UM HEIMAVINNUBLAÐ

Hér höfum við Sokkabolta sem er leikur í að skora fram hjá markmanni innandyra með mjúku áhaldi. Hér er .pdf útgáfa af þessu skjali hér að neðan.

Hér er svo stutt innlegg um verkefnið frá youtube

DÆMI UM HEIMAVINNUBLAÐ

Snjóboltaþríþrautin er í uppáhaldi hjá mér því það eru ekki alltaf tækifæri á að gera hana. Því er gott að vera við öllu viðbúin og eiga verkefnislýsinguna klára til að senda út þegar snjóa fer. Hér er .pdf útgáfa af skjalinu.

Hér er stutt innlegg um verkefnið

DÆMI UM HEIMAVINNUBLAÐ