Hér verða kynntar tvær hugmyndir að því hvernig hægt væri að meta framganginn í námi nemenda í kasti og gripi með tveimur ólíkum áherslum. Færni sem leggur áherslu á sjálfa hreyfinguna, þó meira á ferilinn heldur en útkomuna sem við teljum vera sanngjarnara gagnvart þeim sem hafa minni færni í upphafi kennslu. Með því að fylgja leiðbeiningum og æfa sig í tímanum ættu viðkomandi að geta sýnt frá á réttu hreyfiferlana þó niðurstaðan sé ekki orðin stöðug (þarfnast meiri æfinga).

Virknin er svo annar vinkill sem hægt er að útfæra á aðra sambærilega færniþjálfun með einföldum hætti. Kvarðarnir eru einfaldir og til þess gerðir að aðlaga að ykkar heildarnámsmati, nú eða bara styðjast við að hluta eða heild.

Þess vegna deildum við excel skjalinu hér svo þið getið aðlagað hugmyndirnar að ykkar aðstæðum.
HLEKKUR Á SKJALIÐ í .xlsx formi (ath. virkni færni eru á sitt hvorri síðunni (sheet))
SÞ og KH