2. desember – Senda á milli

Þegar aðaláherslan í kennslu er á kast og grip mælum við með því að nota tíma í sendingar á milli tveggja. Það getur verið gott að prófa með ólíkum áhöldum þar sem þau bjóða upp á mismunandi möguleika. Það er líka góður vettvangur til að skoða færni barnanna og leggja inn stikkorð.

Í byrjun getur líka verið gott að byrja sitjandi (oft lyftist olnboginn sjálfkrafa við það) og einblína á bolvinduna og miðið. Eftir það er svo hægt að prófa að krjúpa á öðru hné (gagnstæðu við kasthendi). Að lokum er hægt að standa og þjálfa sendingar og grip í kyrrstöðu og svo á ferð.