Þakkir til ykkar

Áður en þetta verkefni fer í loftið er mikilvægt að þakka þeim sem komu að því með okkur á einn eða annan hátt.

Fyrst ber að nefna dr. Aron Gauta Laxdals sem starfar við háskólann í Agder í Noregi á sviði íþróttakennslu og íþróttafræða. Við leituðum til Arons á frumstigum þessa verkefnis til að fá ráðgjöf við nálgun og álit varðandi val á leikjum og uppsetningu. Við kunnum honum miklar og góðar þakkir fyrir hans hugmyndir og ráð.

Þetta verkefni hefði ekki verið eins lifandi án barnanna sem tóku þátt og við kunnum þeim og foreldrum þeirra bestu þakkir fyrir þátttökuna. Tökurnar gengu vel, þar sem við fórum hratt á milli verkefna og keyrslan mikil. Bæði eldri og yngri hópurinn stóðu sig með mikill prýði.

Kærar þakkir fá Fjölnir og Reginn Egilshöll fyrir gestrisnina í tengslum við upptökurnar.

Upptökur og myndvinnsla var í öruggum höndum Vilhjálms Siggeirssonar sem þökkum við fyrir frábært samstarf.

Valdir íþróttafræðingar sem rætt var við formlega og óformlega við vinnslu þessa verkefnis sem hefur nú tekið rúmlega 18 mánuði í vinnslu vegna tafa á upptöku með börnum tengdum heimsfaraldri. Takk til ykkar!

Að lokum viljum við þakka Þróunarsjóði námsgagna fyrir tækifærið að fá að vinna þetta verkefni. Við vonum að það standi undir væntingum og nýtist íþróttakennurum í sinni kennslu. Bæði hvað varðar nálgun við kennslu og við val á verkefnum tengdum kasti og gripi.

með kennslufræðikveðju,

Sveinn Þorgeirsson og Kristján Halldórsson