Við áttum frábæran tíma í Egilshöll á mánudaginn 24. október með börnum sem voru í vetrarfríi grunnskóla og tóku þátt í verkefninu okkar “Handbolti á heimavelli”.
Þarna tókst okkur loks að framkvæma upptökurnar á leikjunum sem verða lagðir fram til grundvallar í þessu verkefni. Eftirvinnslan hefst brátt og það má gera ráð fyrir að efninu verði deilt í desember nk. Efnið verður sneitt niður stutt myndskeið til að sýna uppsetningu leikjanna og ekki síður að útskýra hugmyndina á bakvið þá.
Reyndir íþróttakennarar og þjálfarar kannast eflaust við flest af þessum leikjum en það er þó von okkar að framreiðslan verði gagnleg og efnið nýtist vel.


Fylgist með verkefninu þegar það fer á flug á miðlunum og hér á síðunni…
Vefsíða: www.Handboltiaheimavelli.com
Youtuberásin: https://www.youtube.com/channel/UCWU-OV68AIEyW7U7I6UM_gw
Instagram reikningurinn: https://www.instagram.com/handboltiaheimavelli/ / @handboltiaheimavelli
Facebooksíðan: http://www.facebook.com/Handboltiaheimavelli
SÞ