Heimaverkefnin

Lykiláhersla í þessu verkefni er að kynna til leiks hugmyndir að heimaverkefnum sem einfalt er að meta og styðja við það hreyfinám sem unnið er að í skólanum.

Fyrst nefni ég Kasta í vegg verkefnið sem er hægt að gera áhugavert fyrir börnin með því að benda á möguleikana á því að fylgjast með bætingum (telja hve oft í röð, hve mörg á tíma), – það er hvetjandi. Þetta er einskonar kasta-grípa útgáfa af fótboltaverkefninu “halda bolta á lofti”. Hér er .pdf útgáfa af skjalinu hér að neðan.

Hér er stutt innlegg um verkefnið frá youtube

DÆMI UM HEIMAVINNUBLAÐ

Hér höfum við Sokkabolta sem er leikur í að skora fram hjá markmanni innandyra með mjúku áhaldi. Hér er .pdf útgáfa af þessu skjali hér að neðan.

Hér er svo stutt innlegg um verkefnið frá youtube

DÆMI UM HEIMAVINNUBLAÐ

Snjóboltaþríþrautin er í uppáhaldi hjá mér því það eru ekki alltaf tækifæri á að gera hana. Því er gott að vera við öllu viðbúin og eiga verkefnislýsinguna klára til að senda út þegar snjóa fer. Hér er .pdf útgáfa af skjalinu.

Hér er stutt innlegg um verkefnið

DÆMI UM HEIMAVINNUBLAÐ

Stikkorðin

Mikilvægur þáttur í þessu verkefni er ekki aðeins þessi áhersla á leiki og verkefnin heldur KENNSLUNA sem þarf að eiga sér stað til að styðja við hreyfinámið. Til að hjálpa til við leiðbeiningarnar eru lögð til tvö stikkorð fyrir kast og eitt fyrir gripið.

Hér má nálgast innlegg um hvert og eitt þeirra.

Hér má svo sjá samantektarskjal með QR kóðum

Námsmatsverkfærin

Hér verða kynntar tvær hugmyndir að því hvernig hægt væri að meta framganginn í námi nemenda í kasti og gripi með tveimur ólíkum áherslum. Færni sem leggur áherslu á sjálfa hreyfinguna, þó meira á ferilinn heldur en útkomuna sem við teljum vera sanngjarnara gagnvart þeim sem hafa minni færni í upphafi kennslu. Með því að fylgja leiðbeiningum og æfa sig í tímanum ættu viðkomandi að geta sýnt frá á réttu hreyfiferlana þó niðurstaðan sé ekki orðin stöðug (þarfnast meiri æfinga).

Virknin er svo annar vinkill sem hægt er að útfæra á aðra sambærilega færniþjálfun með einföldum hætti. Kvarðarnir eru einfaldir og til þess gerðir að aðlaga að ykkar heildarnámsmati, nú eða bara styðjast við að hluta eða heild.

Þess vegna deildum við excel skjalinu hér svo þið getið aðlagað hugmyndirnar að ykkar aðstæðum.

HLEKKUR Á SKJALIÐ í .xlsx formi (ath. virkni færni eru á sitt hvorri síðunni (sheet))

SÞ og KH

12 dagar jóla

Nú er dagatalið hálfnað og 12 dagar til jóla. Það er heill hellingur sem á eftir að birtast næstu daga hér og á samfélagsmiðlum. Hér er yfirlit yfir 3 fyrstu tímaseðlana sem verkefnið byggist upp á. 3 fyrstu tímaseðlarnir samanstanda af verkefnum sem eru einfaldari en þau sem koma í næstu þremur seðlum. Það felst helst í því að hitta á kyrrstæðahluti í stað þess að senda á samherja á hreyfingu.

Tímaseðill 1

Tímaseðill 2

Tímaseðill 3

með bestu kennslukveðju

Sveinn Þorgeirsson og Kristján Halldórsson

Hugmyndafræði verkefnisins

Þetta verkefni hefur tvö megin markmið. Hið fyrra er að koma til leiðar þeim megináherslum sem ættu að ríkja kennslu barna sem eru að þróa sínar grundvallarhreyfingar. Hér fá undirstöðuatriði í kasti og gripi sviðsljósið. Hið síðara eru aðferðirnar sem felast í þeim leikjum sem eru kynntir eru í verkefninu, sem eru í raun aðeins uppskriftir að því hvernig búa má til aðstæður fyrir gott hreyfinám. Í þeim er uppsetning miðuð að því að skapa verkefni sem er ýmist einfalt (lokaðar og kyrrstaða) eða flókið (opnar og hreyfing) til að mæta ólíku getustigi barna.

Hér er pakkinn um hugmyndafræði verkefnisins sem segir aðeins frá því af hverju verkefnin eru eins og þau eru.

2. desember – Senda á milli

Þegar aðaláherslan í kennslu er á kast og grip mælum við með því að nota tíma í sendingar á milli tveggja. Það getur verið gott að prófa með ólíkum áhöldum þar sem þau bjóða upp á mismunandi möguleika. Það er líka góður vettvangur til að skoða færni barnanna og leggja inn stikkorð.

Í byrjun getur líka verið gott að byrja sitjandi (oft lyftist olnboginn sjálfkrafa við það) og einblína á bolvinduna og miðið. Eftir það er svo hægt að prófa að krjúpa á öðru hné (gagnstæðu við kasthendi). Að lokum er hægt að standa og þjálfa sendingar og grip í kyrrstöðu og svo á ferð.

Þakkir til ykkar

Áður en þetta verkefni fer í loftið er mikilvægt að þakka þeim sem komu að því með okkur á einn eða annan hátt.

Fyrst ber að nefna dr. Aron Gauta Laxdals sem starfar við háskólann í Agder í Noregi á sviði íþróttakennslu og íþróttafræða. Við leituðum til Arons á frumstigum þessa verkefnis til að fá ráðgjöf við nálgun og álit varðandi val á leikjum og uppsetningu. Við kunnum honum miklar og góðar þakkir fyrir hans hugmyndir og ráð.

Þetta verkefni hefði ekki verið eins lifandi án barnanna sem tóku þátt og við kunnum þeim og foreldrum þeirra bestu þakkir fyrir þátttökuna. Tökurnar gengu vel, þar sem við fórum hratt á milli verkefna og keyrslan mikil. Bæði eldri og yngri hópurinn stóðu sig með mikill prýði.

Kærar þakkir fá Fjölnir og Reginn Egilshöll fyrir gestrisnina í tengslum við upptökurnar.

Upptökur og myndvinnsla var í öruggum höndum Vilhjálms Siggeirssonar sem þökkum við fyrir frábært samstarf.

Valdir íþróttafræðingar sem rætt var við formlega og óformlega við vinnslu þessa verkefnis sem hefur nú tekið rúmlega 18 mánuði í vinnslu vegna tafa á upptöku með börnum tengdum heimsfaraldri. Takk til ykkar!

Að lokum viljum við þakka Þróunarsjóði námsgagna fyrir tækifærið að fá að vinna þetta verkefni. Við vonum að það standi undir væntingum og nýtist íþróttakennurum í sinni kennslu. Bæði hvað varðar nálgun við kennslu og við val á verkefnum tengdum kasti og gripi.

með kennslufræðikveðju,

Sveinn Þorgeirsson og Kristján Halldórsson

Jóladagatalið opnað!

Þá er komið að því, við ætlum að kynna verkefnið til leiks í mátulegum munnbitum frá og með deginum í dag 1. desember og fram að jólum. Fylgist endilega vel með hér á síðunni, á youtube eða instagram þar sem vídeó verkefnisins munu birtast.

Fyrsti desember – kynning!

Kveðja kær

SÞ og KH

Skemmtilegum upptökum með börnunum lokið

Við áttum frábæran tíma í Egilshöll á mánudaginn 24. október með börnum sem voru í vetrarfríi grunnskóla og tóku þátt í verkefninu okkar “Handbolti á heimavelli”.

Þarna tókst okkur loks að framkvæma upptökurnar á leikjunum sem verða lagðir fram til grundvallar í þessu verkefni. Eftirvinnslan hefst brátt og það má gera ráð fyrir að efninu verði deilt í desember nk. Efnið verður sneitt niður stutt myndskeið til að sýna uppsetningu leikjanna og ekki síður að útskýra hugmyndina á bakvið þá.

Reyndir íþróttakennarar og þjálfarar kannast eflaust við flest af þessum leikjum en það er þó von okkar að framreiðslan verði gagnleg og efnið nýtist vel.

Hér má sjá eldri hópinn sáttan eftir þétta dagskrá í 2 klst. ásamt Sveini fyrir miðju, Vilhjálmi tökumanni í lyftunni og Kristjáni við hlið hans.
Hér má sjá yngri hópinn sem stóð sig afar vel líka í upphafi dags í tökum.

Fylgist með verkefninu þegar það fer á flug á miðlunum og hér á síðunni…

Vefsíða: www.Handboltiaheimavelli.com

Youtuberásin: https://www.youtube.com/channel/UCWU-OV68AIEyW7U7I6UM_gw

Instagram reikningurinn: https://www.instagram.com/handboltiaheimavelli/  / @handboltiaheimavelli

Facebooksíðan: http://www.facebook.com/Handboltiaheimavelli

Auglýst eftir þátttakendum í handboltaleiki og fjör / gerð kennsluefnis

Í tengslum við verkefnið Handbolti á Heimavelli verður sérstakt vetrarleikjafjör mánudaginn 24. október nk. þar sem börnum í 1.-4. bekk verður boðið að taka þátt í leikjum með áherslu á kast og grip. Leikirnir verða teknir upp á myndskeið og gefnir út sem leiðbeiningarefni um uppsetningu og framkvæmd leikjanna sem farið verður í.

Við biðjum áhugasama foreldra og börn þeirra að kynna sér þennan viðburð hér í skráningarskjalinu og skrá sig til þátttöku.

https://forms.gle/1pSc5JyuXYJNMv556

Ferkari upplýsingar veitir ábyrgðarmaður verkefnisins

Sveinn Þorgeirsson, í gegnum handboltiaheimavelli@gmail.com